Breeam

breeambreeamUmhverfismál hafa ávallt skipað stóran sess í nálgun VA á sinni hönnun hvort sem viðkemur húsbyggingum eða skipulagi. Nú hefur Vinnustofa Arkitekta tekið eitt skref í viðbót í þessari hugsjón og öðlast réttindi til umhverfisvottunar skv. BREEAM International New Construction. Það er alþjóðlega viðurkennt vottunarkerfi sem nýtt er víða um heim til að tryggja vistvæni nýbygginga og er einnig óðum að sanna gildi sitt hér á landi.

VA býður nú upp á ráðgjöf og vottun samkvæmt BREEAM International New Construction breeamumhverfisvottunarkerfinu.

Anna Sigríður Jóhannsdóttir arkitekt faí og BREEAM assessor, hefur einbeitt sér að vistvæni í hönnun bygginga á liðnum árum. Hún hefur meðal annarra starfa, skrifað ritið Dagsbirta sem vistvænn birtugjafi og kennt það námsefni við Listaháskóla Íslands og Endurmenntunarskóla Tækniskólans. Hún starfar nú samhliða almennri arkitektaþjónustu sem BREEAM vottunaraðili Vinnustofu Arkitekta.