Innréttingar

2016 - Þjálfunarsetur Icelandair

4000 m2 nýbygging fyrir Icelandair í Hafnarfirði á 3 hæðum sem hýsir kennslustofur, æfingasal og skrifstofur fyrirtækisins. Við hönnun húsnæðisins var leitast við að búa til hlýlega tímalausa umgjörð þar sem grófleiki sjónsteypunnar mætir fínlegum frágangi innréttinga.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson


2015 - ENNEMM

Nýjar skrifstofur fyrir auglýsingastofuna ENNEMM í 600m2 húsnæði við Grenásveg í Reykjavík. Við hönnun húsnæðisins var haft að leiðarljósi að búa til skapandi og þægilegt umhverfi sem heldur vel utan um starfsemi þeirra.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson


2014 - Kálfaströnd í Mývatnssveit

Íbúðarhúsið við Kálfaströnd í Mývatnssveiter tveggja hæða hús, staðsett við strönd Mývatns. Húsið er tilnefnt til byggingarlistarverðlauna Mies van der Rohe 2014.

Ljósmyndir: Helga Hvam


2014 - Efla, Höfðabakka

Skrifstofur Elfu verkfræðistofu á Höfðabakka 9.

Stærð húsnæðisins er 4900 m2, og það var tekið í notkun 2014.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson


2013 - Loft Hostel

Farfuglaheimilið Loft í Bankastræti hefur hlotið viðurkenningu alþjóðasamtaka Farfuglaheimila besta Farfuglaheimili í heimi árið 2014, að mati gesta heimilisins.


2012 - Advania, Guðrúnartúni 9

Innréttingar og fyrirkomulag nýrra höfuðstöðva sameinaðs fyrirtækis í upplýsingatækni. Verkefnið fólst í að skapa nýja umgjörð og ímynd fyrir lifandi og öflugt fyrirtæki á áberandi stað. Skapandi umhverfi sem hvetja myndi til samneytis starfsmanna og vellíðunar á vinnustað. Hugmyndafræðin fólst í opnu og björtu skrifstofulandslagi. Gegnsæi byggingarinnar var stýrandi þáttur en um leið þarfir mismunandi starfshópa sem allir fá að njóta sín í sameinuðu fyrirtæki.

Stærð húsnæðisins er 6750 m2, og það var tekið í notkun 2012.

Ljósmyndari Gunnar Sverrisson


2011 - Mógilsá, einbýlishús

Íbúðarhús við Mógilsá í Esjuhlíðum. Húsið er hannað með tilliti til umhverfisins og leitast við að hámarka útsýnið til suðurs og vesturs, en einnig að viðhalda upplifun af kyrrð og náttúrunni í kring. Byggingin samanstendur af tveimur mössum, hver með sínum einkennum. Stærri hlutinn er hvítur steyptur massi, meðan sá minni er klæddur með steini.

Ljósmyndir: Gunnar Sverrisson


2008 - Kaldakur

Einbýlishúsið við Kaldakur eru um 420 m2 að stærð, og það var tekið í notkun 2008.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson.


2006-2013 - Landsnet, Gylfaflöt

Aðlögun starfsemi Landsnets í nýjar höfuðstöðvar. Breytingar á húsnæði Gylfaflatar 9, takmarkaðar breytingar utanhúss en verulegar breytingar og endurnýjun innanhúss. Landsnet er 100 manna vinnustaður í stöðugri þróun þar sem húsnæðið hefur verið aðlagað breyttum þörfum á 6 ára tímabili.

Stærð húsnæðisins er 4770 m2, og það var tekið í notkun 2009.

Ljósmyndir: Gunnar Sverrisson


2005 - Hamarsbraut

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson