2018 - Íslenska Auglýsingastofan, innréttingar
Nýjar skrifstofur innréttaðar í 730 m2 húsnæði á 3 hæðum frá árinu 1930 að Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Áhersla var lögð á að innrétta húsnæðið að þörfum starfsmanna í takt við umgjörð hússins sem áður var verslunar- og iðnaðarhúsnæði. Komið var fyrir nýjum steyptum stiga milli hæða sem tengir saman opið vinnurými starfsmanna við kaffistofu og fundarrými.
Ljósmyndari Gunnar Sverrisson



