Íþróttir og heilsa

2017 - Ásgarðslaug

Verkið fólst í hönnun nýbygginga og endurgerð núverandi búningsklefa og sundlaugasvæðis. Upphaflega var Ásgarðslaug í Garðabæ hönnuð af Manfreð Vilhjálmssyni. Verkið er í vinnslu.


2015 - Eyri, Hjúkrunarheimili á Ísafirði

Byggingunni er skipt upp í þrjá klasa hver fyrir 10 vistmenn. Í hverjum klasa eru einkarými fyrir 10 vistmenn; rúmgóð herbergi með snyrtingu. Þar eru einnig sameignleg setustofa, borstofa og eldhús ásamt þjónusturýmum. Setustofurnar snúa allar að firðinum og hafa mikið útsýni. Milli klasanna skapast skjólgóð útirými. Tengigangur er milli hjúkunarheimilisins og fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði.

Stærð byggingarinnar er um 3000 m2.

Ljósmyndir: Sigurjón J. Sigurðsson


2011 - Jaðar, hjúkrunarheimili í Ólafsvík

Hjúkrunarheimilið er viðbygging við eldra hús. Byggingin er á tveimur hæðum með bæði almennum hjúkrunarrýmum og rýmum fyrir einstaklinga með heilabilun ásamt sameiginlegum rýmum og tengibyggingu á báðum hæðum. Byggingin er steinsteypt og þök ýmist steinsteypt eða úr timbri. Útveggir eru einangraðir að utan og klælddir dökku sinki og jatoba timburklæðningu. Gluggar og útihurðir eru úr áli/timbri en opnanleg fög úr timbri. Upphitun er með gólfhita og ofnum og loftræsting er um glugga en vélræn frá eldhúsi og gluggalausum rýmum.

Nýja hjúkrunarheimilið er 1135 m2, og það var tekið í notkun 2011.

Ljósmyndir Karl Magnús Karlsson


2006 - Kórinn, Íþróttahús í Kópavogi

Kórinn er 14.440 m2 fjölnotahús fyrir íþróttir og menningarviðburði.


2005 - Bláa Lónið, lækningarlind

Bláa Lónið Lækningarlind hýsir meðferðarstöð psoriasismeðferðar sem er einstök náttúruleg meðferð sem byggir á böðun í Blue Lagoon jarðsjónum og kremum úr virkum efnum í lóninu. Húsið er að hluta byggt úr forsteyptum einingum; þar sem notað var hraun af lóðinni sem yfirborðsáferð útveggja.

Hönnunarteymi: Sigríður Sigþórsdóttir (aðalhönnuður), Ingunn Lilliendahl, Olga Guðrún Sigfúsdóttir.

Verðlaun og viðurkenningar: Valið á sýninguna Íslensk Hönnun 2009. Byggingarlistarverðlaun Arkitektafélags Íslands 2007, Norrænu lýsingarverðlaunin 2006, Menningarverðlaun DV 2006, Tilnefning til Mies van der Rohe verðlauna 2006.

Ljósmyndir Ragnar Th. Sigurðsson


2002 - Sóltún, hjúkrunarheimili


2001-2011 - Ylströnd í Nauthólsvík

Hlutverk byggingarinnar er að þjónusta baðstrandargesti á Ylströndinni í Hauthólsvík. Byggingin grefur sig inní Fossvogsbakkan þannig að framhlið hennar snýr að ströndinni en þak er aðgengilegt þeim sem leið eiga um göngustíginn ofan við húsið. Af þaki er útsýni yfir strandsvæðið. Framan við húsið er steypt verönd á stöllum með heitum potti. Byggingin er þannig látlaus séð frá landi en lífleg að hafi.

Byggingin er 550 m2, og hún var tekin í notkun 2001. Samstarfsaðilar voru Arkibúllan.


1998-2007 - Bláa Lónið, heilsulind

Bláa Lónið Heilsulind hýsir heilsu- og ferðaþjónustu. Við hönnuninni heilsulindarinnar við Bláa Lónið var lögð sérstök áhersla á samspili nútímatækni og einstæðrar náttúru. Byggingin er lögð í hraunjaðar Illahrauns. Frá bifreiðastæði gesta að aðalinngangi hússins er gengið u.þ.b. tvöhundruð metra í hraungjá. Við tekur manngerður hraunveggur sem er leiðandi í gegnum forsal og veitingasal, sem endar í klettavegg . Hann tengir húsið ósnortinni hraunbrún sem umlykur baðlónið. Byggingin er reist í tveimur áföngum; í síðari áfanga eru fundar- og veitingasalir, verslun, skrifstofa auk bættrar þjónustu fyrir afþreyingu og slökun.

Hönnunarteymi fyrsta áfanga (1995-1998): Sigríður Sigþórsdóttir (aðalhönnuður), Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Edda Þórsdóttir, Richard Ólafur Briem, Sigurður Björgúlfsson, Steinunn Halldórsdóttir

Hönnunarteymi seinni áfanga (2005-2007): Sigríður Sigþórsdóttir (aðalhönnuður), Ingunn Lilliendahl, Maria Sjöfn Dupuis, Steinunn Halldórsdóttir

Verðlaun og viðurkenningar: Tilnefning til norrænu lýsingarverðlaunanna 2002, tilnefning til Mies van der Rohe verðlaunanna 2000, Verðlaun ferðamálaráðs 2000, Umhverfisverðlaun Reykjaness 2000, Menningarverðlaun DV 1999, boðið á Elec 2000 París.

Ljósmyndir Ragnar Th. Sigurðsson