2017 - Sundhöll Reykjavíkur
Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg er ein af þekktari byggingum landsins og um leið sú bygging sem margir telja eina þá bestu frá hendi Guðjóns Samúelssonar arkitekts og þáverandi Húsameistara ríkisins. Sundhöll Reykjavíkur var vígð 23. Mars 1937 og á því 80 ára afmæli um þessar mundir. Ný viðbygging ásamt útilaug var tekin í notkun í desember 2017. Útisvæðið er skjólgott með 25 metra laug, vaðlaug, nuddpotti, köldum potti og eimbaði. Í nýbyggingu er nýr búningsklefi kvenna og aðstaða fyrir fatlaða, en karlaklefinn sem fyrir er hefur verið lagfærður. Úr afgreiðslusalnum sést vel yfir laugarsvæðið.
Lögð var áhersla á að form og fyrirkomulag viðbyggingarinnar tæki mið af þessu þannig að aðalbyggingin nyti sín sem best um leið og til yrði samstæð heild. Laugargólf nýs útisvæðis er hæð neðar en aðkoma frá Barónsstíg, með þessu móti er suðurhlið aðalbyggingar að mestu óbreytt og verður vel sýnileg frá götunni vegna þess hve langhliðar nýbyggingar eru gagnsæjar. Léttleiki var í fyrirrúmi við mótun viðbyggingar og hæð og hlutföll, bæði flata og glugga, laga sig að eldri lágbyggingu.
Byggingin verður umhverfisvottuð af bresku rannsóknarstofnuninni í byggingariðnaði, BREEAM, og er fyrsta verkefni Reykjavíkurborgar sem hlýtur þá vottun.
Ljósmyndir Gunnar Sverrisson.



