2016 - Hellisbraut 6
Húsið við Hellisbraut 6 á Hellissandi stendur á sjávarkambi þar áður stóð verslunarhús þorpsins. Í fjöruni fyrir neðan var lendingarstaður fiskibáta og nefnist Brekknavör, og Brennuhellir þar sem sjómenn gerðu að aflanum. Umhverfi hússins réð miklu við hönnun þess. Útsýni til sjávar er kynngimagnað og til suðurs blasir Snæfellsjökull við. Nærumhverfið er fjaran og hin smágerða húsagerð sjárvarþorpsins.
Húsið er byggt úr gegnheilum límtréseiningum, einangrað að utanverðu og klætt með lerki. Á þaki þess er úthagagras sem inniheldur villtar íslenskar blóma- og grastegundir.
Ljósmyndir: Indro Candi



