2021 - Grunnskóli Húnaþings Vestra
Ný viðbygging við eldri grunnskólabyggingu er 1212 m2, og hýsir auk almennra skólastofa, matsal, skólabókasafn, frístund, stjórnun og tónlistarskóla.
Nýbyggingin er staðsett norðan við núverandi skólabyggingu og teygir sig frá vestri og upp með landinu til austurs. Útsýnið frá skóla og yfir bæinn helst óskert sem og bæjarmyndin þar sem horft er upp með læk og á kirkjuna.
Að vestanverðu gengur nýbyggingin fram og myndar skjólgott og sólríkt svæði við aðalinngang skólans. Þar sem byggingin fylgir landinu upp hlíðina til austurs myndast einnig skjólgott útirými að austanverðu.
Byggingin sækir form sitt og hlutföll í núverandi skólabyggingu og umhverfið. Notast er við sama halla á þaki og byggingin er brotin upp með ásum í einingar sem taka upp hlutföll og takt eldri byggingar. Þakið er mótað þannig að það gengur skemur til suðurs og myndar þar opin rými með aukinni lofthæð og birtu. Ásar, sem liggja þvert og langt í gegnum byggingu, tengja saman eldri og nýrri hluta skólans og skapa gott flæði milli allra rýma. Sjónrænar teningar verða einnig til eftir þessum ásum milli ólíkra hluta skólans og sömuleiðis út á lóð.