Umhverfismál

nordic_built-merki

 

VA arkitektar eru aðilar að Nordic Built sáttmálanum sem er er stefnumarkandi þróunarverkefni á vegum Norræna ráðherraráðsins um sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð. Sem virkir þátttakendur í Nordic Built hafa VA arkitektar gert það að markmiði sínu að fylgja sjálfbærnisáttmála í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum í allri sinni hönnun. VA er einnig aðili að Grænni Byggð.

 

 

VA arkitektar hafa alltaf unnið meðvitað með umhverfið í sinni hönnun og sinnt umhverfismálum af heilum hug. VA arkitektar ehf er BREEAM vottunaraðili (Assessment Organization). VA arkitektar eru hönnuðir af þeim tveimur brautryðjandaverkefnum Reykjavíkurborgar sem stefna að umhverfisvottun skv. BREEAM, Sundhöll Reykjavíkur og Dalskóla og sinna BREEAM vottun í þeim verkum ásamt Verkís.

 

breeam