Eignaskiptayfirlýsingar

VA Arkitektar hafa bætt við þjónustu sína og bjóða nú upp á gerð eignaskiptayfirlýsinga.

Réttindi og leyfi til gerð eignaskiptayfirlýsinga eru veitt hjá Stjórnarráði Íslands og samkvæmt lögum um fjöleignarhús mega þeir einir taka að sér að gera eignaskiptayfirlýsingar sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi ráðherra.

Eignaskiptayfirlýsing er lögboðin skriflegur samningur eigenda fjöleignarhúss sem gerður er í samræmi við fjöleignarhúsalögin og lýsir húsi og lóð. Samningurinn er leiðbeinandi fyrir skiptingu í séreignir, sameign sumra og sameign allra, einnig ákvarðar hlutdeild hvers eiganda fyrir sig í sameign og markar með því grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar.

Eignaskiptayfirlýsingu er þinglýst og á grundvelli hennar ganga eignarhlutar kaupum og sölum, eru veðsettir, kvaðabundnir, á þá lögð opinber gjöld, tilteknum kostnaði í húsinu skipt niður, vægi atkvæða metið á húsfundum í vissum tilvikum o.fl.

Fyrir hverja eru eignaskiptayfirlýsingar?

„Samkvæmt lögum nr.26/1994 um fjöleignarhús er eigendum fjöleignarhúsa skylt að láta gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið, enda liggi ekki fyrir þinglýstur fullnægjandi og glöggur skiptasamningur.“