2020_NLFÍ hugmyndasamkeppni
Hugmyndafræði Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) speglast með áhrifaríkum hætti í heilsustofnun félagsins í Hveragerði. Náttúran er í fyrirrúmi; hún ljær starfsseminni sterkan blæ og er grunnur að meðferðarúrræðum sem styrkja bæði líkama og sál. Í tillögunni sem hér er kynnt til sögunnar mun náttúran, í öllum sínum litbrigðum, áfram skipa veigamikinn sess en um leið er skapaður einfaldur rammi utan um þá margvíslegu starfssemi sem fyrirhuguð er. Skilvirk starfssemi í bland við fjölbreytilega upplifun mun þannig leggja grunn að góðu lífi dvalargesta og starfsmanna. Á sama tíma mun ný íbúðabyggð á svæðinu mynda snertiflöt við bæinn og verða viðbót við hið blómlega bæjarlíf sem þrífst þar í dag.
