Samkeppnir

Stjórnarráð Íslands - viðbygging

Megininntak tillögu
Megininntakið er 3ja hæða viðbygging við Stjórnarráðshúsið, samsíða því á baklóð og tengd við hana með einnar hæðar tengigangi. Tillagan sameinar skýra formgerð og rýmisupplifun þar sem tengsl Stjórnarráðshúss, nýbyggingar og borgarrýmisins umhverfs eru í forgrunni. Yfrbragð viðbyggingarinnar er afgerandi en um leið einfalt,
léttleiki er í fyrirrúmi og hæð og hlutföll byggingarinnar laga sig að Stjórnarráðshúsi og byggðinni umhverfs.

Helstu forsendur
Um er að ræða viðbyggingu við eina þekktustu byggingu landsins sem gegnt hefur lykilhlutverki í sögu þess með ýmsum hætti. Mikilvægt er að formgerð og fyrirkomulag viðbyggingar taki mið af þessu og myndi með aðalbyggingunni sterka og samstæða heild. Stjórnarráðshúsið er þannig í lykilhlutverki við mótun viðbyggingarinnar. Rýmisáætlun gerir grein fyrir nauðsyn eðlilegs samhengis í innri starfsemi.


2018 - Grunnskóli Húnaþings vestra, viðbygging

Ný viðbygging við Grunnskóla Húnaþings vestra er um 1028 m2 að stærð, staðsett norðan við núverandi skólabyggingu og teygir sig frá vestri og upp með landinu til austurs. Útsýnið frá skóla og yfir bæinn helst óskert sem og bæjarmyndin þar sem horft er upp með læk og á kirkjuna. Vistlega leiksvæðið til suðurs er óhreyft og lögun og staðsetning nýbyggingar skapa fleiri skjólgóð útirými umhverfis skólann.
Að vestanverðu gengur nýbyggingin fram og myndar skjólgott og sólríkt svæði við aðalinngang skólans. Þar sem byggingin fylgir landinu upp hlíðina til austurs myndast einnig skjólgott útirými að austanverðu. Byggingin sækir form sitt og hlutföll í núverandi skólabyggingu og umhverfið. Notast er við sama halla á þaki og byggingin er brotin upp með ásum í einingar sem taka upp hlutföll og takt eldri byggingar. Þakið er mótað þannig að það gengur skemur til suðurs og myndar þar opin rými með aukinni lofthæð og birtu. Ásar liggja þvert og langt í gegnum bygginguna, tengja saman eldri og nýrri hluta skólans og skapa gott flæði milli allra rýma. Sjónrænar teningar verða einnig til eftir þessum ásum milli ólíkra hluta skólans og sömuleiðis út á lóð.


2017 - Nýr skóli í Dalshverfi í Reykjanesbæ


2016 - Sundhöll Ísafjarðar

Tillaga VA Arkitekta hlaut þriðju verðlaun.


2016 - Gufunes


2015 - Seltjarnarnes

Tillaga VA Arkitekta, í samstarfi við Trípóli Arkitekta, hlaut önnur verðlaun.


2015 - Moska


2015 - Ásbrú, skipulag

Tillaga VA Arkitekta hlaut önnur verðlaun.


2014 - Skipulag Háskólasvæðis

Tillaga VA Arkitekta hlaut deild önnur verðlaun.


2014 - Landmannalaugar, skipulag

VA Arkitektar og Landmótun hlutu fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag Landmannalaugasvæðis.

Í umsögn dómnefndar segir að tillagan feli í sér róttækar hugmyndir um endurheimt landgæða í Laugum. “Um sterka og djarfa skipulagshugmynd er að ræða sem getur myndað góðan grunn fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu á svæðinu.”


2014 - Dalskóli í Úlfarsárdal

Tillaga VA Arkitekta hlaut fyrstu verðlaun.


2013 - Sundhöll Reykjavíkur

Tillaga VA Arkitekta hlaut fyrstu verðlaun


2013 - Höfðabakki 9, Nordic Built

Tillaga VA Arkitekta hlaut fyrstu verðlaun


2012 - Eyri, Hjúkrunarheimili á Ísafirði

Tillaga VA Arkitekta hlaut fyrstu verðlaun.