VA

Stefna um samfélgslega ábyrgð

Hugsjón VA ARKITEKTA er að fegra umhverfið með vandaðri hönnum. Við stefnum að því að vera leiðandi fyrirtæki og að veita viðskiptavinum úrvalsþjónustu þar sem vönduð vinnubrögð og listræn sköpunargleði er sett í öndvegi.

Við mætum nýjum verkum með opnum hug og við leggjum okkur fram við að gera hönnunarferlið ánægjulegt. Vönduð hönnun byggð á frjósamri hugsun, reynslu og þekkingu. Hlutverk okkar, sem arkitekta, er að hlusta á, skilja og veita ráðgjöf. Við metum möguleika og skilmála hvers verks fyrir sig til að ná fram endingargóðum lausnum og þjónustu. Innan vébanda VA ARKITEKTA er hópur hæfileikaríkra og reynslumikilla hönnuða og arkitekta vinna í sameiningu að vandaðri byggingarlist – frá teikniborðinu og að fullbúnu verki.

Umhverfisstefna

VA arkitektar eru aðilar að Nordic Built sáttmálanum sem er er stefnumarkandi þróunarverkefni á vegum Norræna ráðherraráðsins um sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð. Sem virkir þátttakendur í Nordic Built hafa VA arkitektar gert það að markmiði sínu að fylgja sjálfbærnisáttmála í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum í allri sinni hönnun. VA er einnig aðili að Vistbyggðarráði.