Opinberar byggingar

2022 - Lífsgæðasetur í St. Jó

Í Lífsgæðasetri í St. Jó, áður St. Jósepspítali, starfar fjölbreyttur hópur fagfólks og samtaka sem vinna að því að efla heildræna heislu og lífsgæði fólks. Húsið sem er um 2780 m2 að flatarmáli var upphaflega hannað af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins 1926. Ytri ásýnd byggingarinnar var færð nær upprunalegri mynd eftir áður gerðar breytingar, húsið var allt endurbætt að innan og leitast var við að varðveita upprunalegt yfirbragð byggingarinnar í takt við nútíma kröfur og nýja starfsemi.


2020 - Listasafn Ásmundar Sveinssonar – tengibygging og endurbætur innanhúss

Upphaflega byggði Ásmundur Sveinsson myndhöggvari fyrsta hluta húsins við Sigtún árið 1941 sem íbúðarhús og verkstæði. Eftir andlát hans var ákveðið að breyta því í listasafn og Manfreð Vilhjálmsson fengin til að hanna viðbót. Markmið hans var að raska sem minnst við þeirri heildarmynd sem Ásmundur hafði skapað. Lögun nýbyggingarinnar tekur þannig mið af upprunalegum húshlutum. Árið 2009 áttu Reykjavíkurborg og VA Arkitektar samvinnu um að mæla húsið upp og uppfæra teikningar.

Árið 2020 vorum við fengin til að hanna innréttingar fyrir safnbúðina og kynningarsvæðið ásamt því að hanna endurbætur á aðstöðu starfsmanna og gesta. Við hönnunina var leitast við að nýjar innréttingar falli vel að stórbrotnum verkum myndhöggvarans og þessari einstæðu byggingu.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson


2004 - Safnaðarheimili Neskirkju


1995 - Ísafjarðarkirkja


1994 - Þjóðarbókhlaðan

Manfreð Vilhjálmsson hófst handa við hönnun Þjóðarbókhlöðunar 1972 í samstarfi við Þorvald S. Þorvaldsson, og er hún um 13400 m2 að stærð. Byggingin situr í grasi gróinni skál og gólf neðsta gólfs liggur neðar en aðliggjandi götur. Brún skálarinnar er veggur hlaðinn úr hraungrjóti, sem dregur úr sýnilegri hæð hússins og ver það umhverfishávaða. Umhverfis bygginguna er vatnsflötur sem í senn tryggir húsinu friðhelgi og endurvarpar birtu inn um mjóa glugga á neðstu hæð. Aðkomuleiðin inn í húsið er um yfirbyggða brú yfir síkið.

Ljósmyndir Indro Candi


1993 - Hjallakirkja


1974-1985 - Árbæjarkirkja

Árbæjarkirkja var hönnuð 1974-1985 sem samstarfsverkefni Manfreðs Vilhjálmssonar og Þorvaldar S. Þorvaldssonar. 2008 var hannað nýtt safnaðarheimili undir merkjum VA Arkitekta og Basalt Arkitekta sem enn er óbyggt.

Ljósmyndir Indro Candi