2022 - Lífsgæðasetur í St. Jó
Í Lífsgæðasetri í St. Jó, áður St. Jósepspítali, starfar fjölbreyttur hópur fagfólks og samtaka sem vinna að því að efla heildræna heislu og lífsgæði fólks. Húsið sem er um 2780 m2 að flatarmáli var upphaflega hannað af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins 1926. Ytri ásýnd byggingarinnar var færð nær upprunalegri mynd eftir áður gerðar breytingar, húsið var allt endurbætt að innan og leitast var við að varðveita upprunalegt yfirbragð byggingarinnar í takt við nútíma kröfur og nýja starfsemi.