VA Arkitektar hafa tekið að sér umsjón með verkum Gunnars S. Óskarssonar arkitekts. Gunnar hefur starfað við fagið síðan 1965 er hann var enn í námi og á afar farsælan feril að baki frá því að hann lauk námi 1971. Hann hefur komið að hönnun fjölda bygginga sem bera kunnáttu hans og formskyni fagurt vitni. Hann hefur nú söðlað um og hyggst helga sig sagnfræðirannsóknum á byggingararfinum. Honum er þakkað traustið sem hann sýnir VA Arkitektum með því að fela stofunni umsjón og eftirfylgd höfundarverks síns.