Innréttingar

2022 - Akur veitingahús

Akur Veitingahús er veitingastaður við hina nýju Austurhöfn í Reykjavík. Veitingahúsið er staðsett í nýbyggingu sem stendur við hafnarbakkann, með glæsilegt útsýni yfir gömlu höfnina.
Staðurinn er 250 m2 að stærð, með fullbúið framleiðslueldhús og tekur hann allt að 80 manns í sæti. Við hönnun Akurs var mikið lagt upp úr hlýleika í efnisvali, góðri hljóðvist og fallegri lýsingu. Þá kallast hönnunin á við áherslur matreiðslumeistarans í matargerðarlist Akurs, sem einkennist af norrænum grunni með klassísku frönsku ívafi.


2021 - Þjónustumiðstöð aldraðra, Dalbraut 4

Innrétting á Þjónustumiðstöð fyrir aldraða í 1370m2 nýbyggingu við Dalbraut 4, Akranesi.
Hannaðir voru mismunandi fundarsalir, félagsrými, kaffitorg, eldhús og skrifstofur starfsmanna.
Lögð var áhersla á góða hljóðvist og hlýlegt og endingargott efnisval sem hentar fyrir fjölbreytta notkun rýmisins.


2020 - Listasafn Ásmundar Sveinssonar – tengibygging og endurbætur innanhúss

Upphaflega byggði Ásmundur Sveinsson myndhöggvari fyrsta hluta húsins við Sigtún árið 1941 sem íbúðarhús og verkstæði. Eftir andlát hans var ákveðið að breyta því í listasafn og Manfreð Vilhjálmsson fengin til að hanna viðbót. Markmið hans var að raska sem minnst við þeirri heildarmynd sem Ásmundur hafði skapað. Lögun nýbyggingarinnar tekur þannig mið af upprunalegum húshlutum. Árið 2009 áttu Reykjavíkurborg og VA Arkitektar samvinnu um að mæla húsið upp og uppfæra teikningar.

Árið 2020 vorum við fengin til að hanna innréttingar fyrir safnbúðina og kynningarsvæðið ásamt því að hanna endurbætur á aðstöðu starfsmanna og gesta. Við hönnunina var leitast við að nýjar innréttingar falli vel að stórbrotnum verkum myndhöggvarans og þessari einstæðu byggingu.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson


2018 - Íslenska Auglýsingastofan, innréttingar

Nýjar skrifstofur innréttaðar í 730 m2 húsnæði á 3 hæðum frá árinu 1930 að Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Áhersla var lögð á að innrétta húsnæðið að þörfum starfsmanna í takt við umgjörð hússins sem áður var verslunar- og iðnaðarhúsnæði. Komið var fyrir nýjum steyptum stiga milli hæða sem tengir saman opið vinnurými starfsmanna við kaffistofu og fundarrými.

Ljósmyndari Gunnar Sverrisson


2016 - Þjálfunarsetur Icelandair

4000 m2 nýbygging fyrir Icelandair í Hafnarfirði á 3 hæðum sem hýsir kennslustofur, æfingasal og skrifstofur fyrirtækisins. Við hönnun húsnæðisins var leitast við að búa til hlýlega tímalausa umgjörð þar sem grófleiki sjónsteypunnar mætir fínlegum frágangi innréttinga.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson


2015 - ENNEMM

Nýjar skrifstofur fyrir auglýsingastofuna ENNEMM í 600m2 húsnæði við Grenásveg í Reykjavík. Við hönnun húsnæðisins var haft að leiðarljósi að búa til skapandi og þægilegt umhverfi sem heldur vel utan um starfsemi þeirra.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson


2014 - Kálfaströnd í Mývatnssveit

Íbúðarhúsið við Kálfaströnd í Mývatnssveiter tveggja hæða hús, staðsett við strönd Mývatns. Húsið er tilnefnt til byggingarlistarverðlauna Mies van der Rohe 2014.

Ljósmyndir: Helga Hvam


2013 - Loft Hostel

Farfuglaheimilið Loft í Bankastræti hefur hlotið viðurkenningu alþjóðasamtaka Farfuglaheimila besta Farfuglaheimili í heimi árið 2014, að mati gesta heimilisins.


2011 - Mógilsá, einbýlishús

Íbúðarhús við Mógilsá í Esjuhlíðum. Húsið er hannað með tilliti til umhverfisins og leitast við að hámarka útsýnið til suðurs og vesturs, en einnig að viðhalda upplifun af kyrrð og náttúrunni í kring. Byggingin samanstendur af tveimur mössum, hver með sínum einkennum. Stærri hlutinn er hvítur steyptur massi, meðan sá minni er klæddur með steini.

Ljósmyndir: Gunnar Sverrisson


2008 - Kaldakur

Einbýlishúsið við Kaldakur eru um 420 m2 að stærð, og það var tekið í notkun 2008.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson.


2006-2013 - Landsnet, Gylfaflöt

Aðlögun starfsemi Landsnets í nýjar höfuðstöðvar. Breytingar á húsnæði Gylfaflatar 9, takmarkaðar breytingar utanhúss en verulegar breytingar og endurnýjun innanhúss. Landsnet er 100 manna vinnustaður í stöðugri þróun þar sem húsnæðið hefur verið aðlagað breyttum þörfum á 6 ára tímabili.

Stærð húsnæðisins er 4770 m2, og það var tekið í notkun 2009.

Ljósmyndir: Gunnar Sverrisson


2005 - Hamarsbraut

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson