Skólar og menntun

2021 - Grunnskóli Húnaþings Vestra

Ný viðbygging við eldri grunnskólabyggingu er 1212 m2, og hýsir auk almennra skólastofa, matsal, skólabókasafn, frístund, stjórnun og tónlistarskóla.
Nýbyggingin er staðsett norðan við núverandi skólabyggingu og teygir sig frá vestri og upp með landinu til austurs. Útsýnið frá skóla og yfir bæinn helst óskert sem og bæjarmyndin þar sem horft er upp með læk og á kirkjuna.
Að vestanverðu gengur nýbyggingin fram og myndar skjólgott og sólríkt svæði við aðalinngang skólans. Þar sem byggingin fylgir landinu upp hlíðina til austurs myndast einnig skjólgott útirými að austanverðu.
Byggingin sækir form sitt og hlutföll í núverandi skólabyggingu og umhverfið. Notast er við sama halla á þaki og byggingin er brotin upp með ásum í einingar sem taka upp hlutföll og takt eldri byggingar. Þakið er mótað þannig að það gengur skemur til suðurs og myndar þar opin rými með aukinni lofthæð og birtu. Ásar, sem liggja þvert og langt í gegnum byggingu, tengja saman eldri og nýrri hluta skólans og skapa gott flæði milli allra rýma. Sjónrænar teningar verða einnig til eftir þessum ásum milli ólíkra hluta skólans og sömuleiðis út á lóð.


2020-2019 - Dalskóli í Úlfarsárdal

Leik- og grunnskólinn í Úlfarsárdal er einn hluti stærra verkefnis, Miðstöð menntunar, menningar og íþrótta í Úlfarsárdal. Leikskólinn, sem er 819 m2, var fyrsti áfangi og var tekinn í notkun í ágústlok 2016 og þá fyrst um sinn notaður fyrir grunnskólanema. Annar áfangi er grunnskóli og frístundaheimili, samtals 6582 m2, var tekin í notkun haustið 2019.
Skólabyggingin sem stendur neðst í Úlfarsárdal er í góðum tenglsum við aðliggjandi íbúðabyggð. Á neðri hæð skólans er inngangur og kennslustofur eldri deilda leikskóla og yngri nemenda skólans. Þar á milli fléttast frístundamiðstöð og vinnuaðstaða kennara. Matsalur og eldhús eru á neðri hæð, næst menningarmiðstöð voru tekin í notkun í byrjun árs 2020. Á efri hæð skólans eru skrifstofur og aðstaða starfsfólks, smiðja og nátturvísindastofa ásamt inngangi og kennslustofum eldri nemenda. Þar er félagsaðstaða unglinga og tónlistarskóli í góðum tengslum við sal menningarmiðstöðvar.
Ljósmyndir Gunnar Sverrisson.


2019 - Leikskólinn Álfaborg

Leikskólinn Álfaborg er nýr þriggja deilda leikskóli staðsettur í Reykholti, Biskupstungum. Við hönnun byggingarinnar var lögð rík áhersla á að hanna líflega umgjörð fyrir fjölbreytt leikskólastarf undir einu þaki. Byggingin er einföld en metnaðarfull í útliti og fellur vel að nærumhverfi og styrkir það. Gott samspil leikskólalóðar og byggingar er tryggt og eru sjónrænar tengingar þar á milli. Byggingin og leikskólalóðin fellur vel að þörfum barnanna og mælikvarða þeirra og örvar þau í daglegum leik og starfi. Mikið er lagt upp úr innivist leikskólans, dagsbirta og hljóðvist er góð og efnisval bæði hlýlegt og litríkt. Byggingin er vel staðsett og í góðum tengslum við nærsamfélagið.

Leikskólinn er 560 m2 að stærð og var tekin í notkun í október 2019.

Ljósmyndir Ívar Sæland og Helena Björgvinsdóttir


2016 - Dalskóli

1. áfangi í Dalskóli í Úlfarsárdal er 820 m2 leikskóli en heildarverkið verður 16000 m2 með grunnskóla, menningamiðstöð, sundlaug og íþróttahúsi.


2015 - Þelamerkurskóli

Viðbygging og endurbót á núverandi byggingum Þelamerkurskóla í Hörgársveit, ásamt nýjum skrifstofum sveitarstjórnar.


2013 - Sæmundarskóli, grunnskóli í Reykjavík

Sæmundarskóli er hannaður með aðferðinni “design down” þar sem náið samstarf er haft með yfirvöldum, notendum og arkitektum í gegnum allt hönnunarferlið. Skólinn liggur í Grafarholti. Markmið VA Arkitekta var að hanna með tilliti til hámarks sveiganleika í notkun til að mæta kennsluháttum framtíðarinnar. Leitast er við að vera með gegnsæjar lausnir þannig að dagsljós flæðir um bygginguna og bæði útsýni og yfirsýn fá notið sýn.

Skólinn er 6500 m2 að stærð, og hann var tekin í notkun 2013.


2012 - Naustaskóli á Akureyri

Grunnskólinn í Naustahverfi á Akureyri er hannaður út frá hugmyndafræði um opinn skóla. Gert er ráð fyrir að skólabyggingin verði miðstöð umhverfisins með góð tengsl við umhverfi og íbúa. Byggingin er skipulögð sem sjálfstæðar einingar sem umlykja miðlægt fjölnotarými. Gott flæði er frá einingunum inn í miðrýmið. Áhersla er lögð á fjölbreytileika í rýmismyndun og gott flæði á milli inni og úti. Naustaskóli var tekin í notkun í áföngum 2008-2012. Hann er 6200 m2 að grunnfleti.


2010 - Manor Park leik- og grunnskóli í Aberdeen Skotlandi

Manor Park grunnskólinn er nýr 3850 m2 skólabygging staðsett á lóð eldri skóla í norð-vestur hluta Aberdeenborgar. Byggingarefni er límtré og timbureiningar.

Við Hönnun byggingarinnar var lögð áhersla á að sem flest rými nytu dagsbirtar. Gluggar í augnahæð snúa í norður, en ofanljós hleypa sólarljósi úr suðri inn í ganga og kennslustofur.

Kennslustofur eru aðskilin með opnalegum veggjum, og mynda klasa um breið gangrými þar sem kennsla fer einning fram.

Manor Park School er hannaður út frá sjónarmiðum sjálfbærni, og hefur fengið hæstu einkunn samkvæmt BREEAM staðli.

Verkið var unnið undir merkjum Designa Arkitektar. Samstarfsaðilar voru, Á Stofunni Arkitektar, Stúdío Strik, Aedas og NDVR í Glasgow.

Skólinn var tekin í notkun 2010.


2010 - Cults framhaldsskóli í Aberdeen Skotlandi

Framhaldsskólinn í Cults er nýr 18744 m2 skóli staðsettur í suð-vestur hluta Aberdeenborgar. Verkið innifelur einnig almenningssundlaug, íþróttahús og lögreglustöð. Byggingarefni er forsteyptar einingar.

Hönnun byggingarinnar tekur mið að umhverfi og staðháttum. Hún opnar sig til suðurs þar sem útsýni er yfir Deeárdal og Caringormhálöndin í fjarska. áhersla er lögð á að umferðarými fái næga dagsbirtu, og séu flölbreytt og opin.

Cults Academy er hannaður út frá sjónarmiðum sjálfbærni, og hefur fengið hæstu einkunn samkvæmt BREEAM staðli.

Verkið var unnið undir merkjum Designa Arkitektar. Samstarfsaðilar voru, Á Stofunni Arkitektar, Stúdío Strik, Aedas og NDVR í Glasgow.

Skólinn var tekin í notkun 2010.


2009 - Heathryburn leik- og grunnskóli i Aberdeen Skotlandi

Heathryburn grunnskólinn er nýr 3516 m2 skólabygging staðsett í norð-vestur hluta Aberdeenborgar. Byggingarefni er límtré og timbureiningar.

Við Hönnun byggingarinnar var lögð áhersla á að sem flest rými nytu dagsbirtar. Gluggar í augnahæð snúa í norður, en ofanljós hleypa sólarljósi úr suðri inn í ganga og kennslustofur.

Kennslustofur eru aðskilin með opnalegum veggjum, og mynda klasa um breið gangrými þar sem kennsla fer einning fram.

Heathryburn School er hannaður út frá sjónarmiðum sjálfbærni, og hefur fengið hæstu einkunn samkvæmt BREEAM staðli.

Skólinn var tekin í notkun 2009.


2007 - Skálhotlsskóli

Nýr skóli í Skálholti var fyrst hannaður hjá MVA, Teiknistofu Manfreðs Vilhjálmssonar, í samvinnu við Þorvald S. Þorvaldsson. Byggingu hans var lokið 1971. Hönnun viðbótar við núverandi byggingar var hafin hjá VA arkitektum 2007. Sú vinna er í bið.


2005 - Ingunnarskóli í Grafarholti

Ingunnarskóli er opinn 5800 m2 grunnskóli sem er hannaður í náinni samvinnu milli skólayfirvalda, nemenda og hönnuða. Samstarfsaðili VA Arkitekta í hönnunarferlinu var Bruce Jilk. Skólinn var tekin í notkun 2005. Metnaður verksins var að hanna fjölbreytt fjölnotarými þar sem börn geta numið, leikið og styrkt félagsleg tengsl.

Ljósmyndari Christopher Lund


2005 - Fjölbrautaskóli Snæfellinga á Grundafirði

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er hannaður með hugmyndafræði opinna kennslurýma að leiðarljósi. Skólabyggingin samanstendur af þyrpingu húskroppa sem tengjast með umferðarými. Áhersla er lögð á fjölbreytileika kennslurýma, þannig að nemendur og kennarar geta valið milli ólíkra rýma hvað stærð, birtu og hljóðvist snertir.

Skólinn er 2280 m2 að stærð, og hann var tekin í notkun 2005


2003 - Valsársskóli Svalbarðstrandarhreppi