Íbúðarhúsnæði

2021 - Kristínarbraut 7

Byggingu Sumarhússins við Kristínarbraut í Reykjaskógi lauk árið 2021. Húsið er um 80 m2, úr timbri og klætt með lerki.
Verönd, þak og timburveggir mynda skjólgóða verönd þar sem sólar nýtur frá hádegi, frá húsinu er fagurt útsýni til Efstadalsfjalls og fjallahringsins umhverfis.


2021 - Hallgerðargata 7

Stuðlaborg við Hallgerðargötu 7 er fjörgurra til sjö hæða fjölbýlishús með 77 íbúðum. Bygginging stendur á Kirkjusandsreitnum með útsýni yfir sundin til norðurs og Laugardalin til suðurs. Ásýnd hússins miðar að því skapa margbreytilega og spennandi götumynd. Hönnun hússins er samstarfsverkefni VA arkitekta og dönsku arkitektastofunni Schmidt/Hammer/Lassen.

Ljósmyndir: Karel Candi


2020 - Bjarkarholt 25-29

Bjarkarholt 25-29 er fjölbýlishús í Mosfellsbæ, eitt þriggja húsa sem mynda samfélag um sameiginlegan inngarð. Í húsinu eru 36 íbúðir, allt frá því að vera litlar 2 herbergja íbúðir upp í stórar 4 herbergja íbúðir. Gengið er inn í allar íbúðir frá þremur sameiginlegum stigahúsum. Aðgengi að inngarði er frá anddyri. Allar íbúðir hússins vísa að inngarði, þaðan nýtur útsýnis til Lágafells sem myndar heillandi umgjörð um garðinn. Lögð er áhersla á að íbúðir njóti birtu og útsýnis eins og best verður á kosið, og við hönnun þeirra var notagildi einstakra rýma haft að leiðarljósi. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum við Bjarkarholt, göturýmið fær þannig aðlaðandi yfirbragð byggðar í miðbæ. Bílastæði eru í bílakjallara og í inngarði þar sem lögð er áhersla á að staðsetning þeirra rýri ekki notagildi garðsins næst íbúðum.

Ljósmyndir: Karel Candi


2019 - Júllatún 17

Íbúðarhúsið á Júllatúni 17 á Höfn í Hornafirði er er um 150 m2 sérbýli. Það stendur við sjávarsíðuna og úr því er stórbrotið útsýni til vesturs yfir Hornafjörðinn og Vatnajökul í fjarska.


2016 - Hellisbraut 6

Húsið við Hellisbraut 6 á Hellissandi stendur á sjávarkambi þar áður stóð verslunarhús þorpsins. Í fjöruni fyrir neðan var lendingarstaður fiskibáta og nefnist Brekknavör, og Brennuhellir þar sem sjómenn gerðu að aflanum. Umhverfi hússins réð miklu við hönnun þess. Útsýni til sjávar er kynngimagnað og til suðurs blasir Snæfellsjökull við. Nærumhverfið er fjaran og hin smágerða húsagerð sjárvarþorpsins.

Húsið er byggt úr gegnheilum límtréseiningum, einangrað að utanverðu og klætt með lerki. Á þaki þess er úthagagras sem inniheldur villtar íslenskar blóma- og grastegundir.

Ljósmyndir: Indro Candi


2016 - Frostaþing 6

Einfaldleiki að leiðarljósi

Grundvallarþættir í formun hússins mótuðust af einkennum lóðarinnar svo sem legu að náttúrusvæði, útsýni og afstöðu til sólar. Grunnflöturinn var takmarkaður af hagkvæmnisástæðum og tvær hæðir gáfu möguleika á miklu náttúruútsýni til norðurs og austurs úr eldhúsi og stofum. Stór gluggi á suðurhlið tengir innra rými við sólríkt garðsvæði.

Húsið snýr að almenningsrými á tvo vegu, í austur að göngustíg og að götu í vestur. Þessar hliðar eru formlegar og múrhúðaðar. Langhliðar snúa að garði og eru mýkri, klæddar láréttum ómeðhöndluðum rauðviðarborðum í mismunandi breiddum.

Húsform er fremur langt og mjótt, lagt nyrst í byggingarreitinn og skilur þannig eftir ríflega lóð móti suðri í skjóli við húsið. Næst húsinu er timburpallur til íveru og fjær grasflöt til leikja. Austurhluta lóðar að göngustíg er haldið óhreyfðum og náttúlegum. Vesturhluti að götu er manngerður þar sem einfaldleiki og hreinleiki er ráðandi. Lágir múrhúðaðir veggir ramma inn íverusvæði á lóð og styðja við einfalda formmótun hússins.

Ljósmyndir: Anna Sigríður Jóhannsdóttir


2014 - Kálfaströnd í Mývatnssveit

Íbúðarhúsið við Kálfaströnd í Mývatnssveiter tveggja hæða hús, staðsett við strönd Mývatns. Húsið er tilnefnt til byggingarlistarverðlauna Mies van der Rohe 2014.

Ljósmyndir: Helga Hvam


2011 - Mógilsá, einbýlishús

Íbúðarhús við Mógilsá í Esjuhlíðum. Húsið er hannað með tilliti til umhverfisins og leitast við að hámarka útsýnið til suðurs og vesturs, en einnig að viðhalda upplifun af kyrrð og náttúrunni í kring. Byggingin samanstendur af tveimur mössum, hver með sínum einkennum. Stærri hlutinn er hvítur steyptur massi, meðan sá minni er klæddur með steini.

Ljósmyndir: Gunnar Sverrisson


2009 - Háaberg


2008 - Kaldakur

Einbýlishúsið við Kaldakur eru um 420 m2 að stærð, og það var tekið í notkun 2008.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson.


2008 - Hafravellir

Einbýlishúsið við Hafravelli í Hafnarfirði er 313 m2 að stærð, og það var tekið í notkun 2008.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson


2007- Þrastarás


2007 - Brákarbraut


2006 - Sóltún 8-18

Tvö fjölbýlishús með samtals 64 íbúðum sem hannaðar eru með áherslu á gæði íbúðanna og gott samspil við umhverfið. Allar íbúðirnar snúa í austur og vestur og hafa svalir í báðar áttir. Húsin eru fjögra, fimm og sex hæða lyftuhús. Bílageymsla er neðanjarðar.

Samtals flatarmál íbúðarhúsanna við Sóltún er im 9000 m2, og það var tekið í notkun 2007.


2005 - Hamarsbraut

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson