VA Arkitektar

VA arkitektar var stofnuð árið 2000 þegar nýir hluthafar bættust í hluthafahóp Vinnustofu Arkitekta. VA arkitektar rekur sögu sína allt til ársins 1959 og hefur í áranna rás mótast með samfélaginu og nýjum kynslóðum. Eigendur stofunnar eru í dag 7 talsins og starfsmenn um 12. VA arkitektar vinna að fjölbreyttum verkefnum bæði á sviði mannvirkjagerðar og skipulags. VA arkitektar hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín, þar á meðal hefur stofan fjórum sinnum verið tilnefnd fyrir hönd Íslands til hinna virtu Mies van der Rohe verðlauna og sjö sinnum hlotið menningarverðlaun DV. Að auki hafa VA arkitektar unnið 1. verðlaun í fjölda samkeppna.

Hugsjón VA arkitekta er að fegra umhverfið með vandaðri og umhverfisvænni hönnun. Við stefnum að því að vera leiðandi fyrirtæki og að veita viðskiptavinum úrvalsþjónustu þar sem vönduð vinnubrögð og listræn sköpunargleði er sett í öndvegi.

Við mætum nýjum verkum með opnum hug og leggjum okkur fram við að gera hönnunarferlið ánægjulegt fyrir alla þátttakendur. Vönduð hönnun byggð á frjósamri hugsun, reynslu og þekkingu. Hlutverk okkar, sem arkitekta, er að hlusta á, skilja og veita ráðgjöf. Við metum möguleika og skilmála hvers verks fyrir sig til að ná fram endingargóðum lausnum og þjónustu. Innan vébanda VA arkitekta er hópur hæfileikaríkra og reynslumikilla hönnuða og arkitekta sem vinna í sameiningu að vandaðri byggingarlist – frá teikniborðinu og að fullbúnu verki.