Farfuglaheimilið Loft í Bankastræti og Farfuglaheimilið á Vesturgötu hlutu á dögunum viðurkenningu alþjóðasamtaka Farfuglaheimila fyrir að hafa verið valin bestu Farfuglaheimili í heimi árið 2014. Það eru gestir heimilanna sem bókuðu þjónustu sína gegnum bókunarvél samtakanna sem standa fyrir valinu. Alls eru um 2500 Farfuglaheimili um allan heim bókanleg á bókunarvélinni og því er hér um einstakan árangur að ræða. Loftið lenti í fyrsta sæti og Vesturgatan fylgdi fast á eftir.
F.h. VA Artkitekta voru það Ólafur Ó. Axelsson, Steinunn Halldórsdóttir og Heba Hertervig sem komu að hönnun farfuglaheimilanna.
Frekari umfjöllun um þessa viðurkenningu má finna hér.