Hugsjón VA ARKITEKTA er að fegra umhverfið með vandaðri hönnum. Við stefnum að því að vera leiðandi fyrirtæki og að veita viðskiptavinum úrvalsþjónustu þar sem vönduð vinnubrögð og listræn sköpunargleði er sett í öndvegi.
Við mætum nýjum verkum með opnum hug og við leggjum okkur fram við að gera hönnunarferlið ánægjulegt. Vönduð hönnun byggð á frjósamri hugsun, reynslu og þekkingu. Hlutverk okkar, sem arkitekta, er að hlusta á, skilja og veita ráðgjöf. Við metum möguleika og skilmála hvers verks fyrir sig til að ná fram endingargóðum lausnum og þjónustu. Innan vébanda VA ARKITEKTA er hópur hæfileikaríkra og reynslumikilla hönnuða og arkitekta vinna í sameiningu að vandaðri byggingarlist – frá teikniborðinu og að fullbúnu verki.
VA ARKITEKTAR á rætur að rekja til ársins 1959 þegar Manfreð Vilhjálmsson stofnaði eigin stofu undir sínu nafni. Vinnustofa GÞ og HH hf. var stofnuð 1968 af arkitektunum Geirharði Þorsteinssyni og Hróbjarti Hróbjartssyni, og ráku þeir fyrirtækið saman til ársins 1983 eða þar til Richard Ólafur Briem, Sigríður Sigþórsdóttir og Sigurður Björgúlfsson gengu inní það undir nafninu Vinnustofa arkitekta hf, en Geirharður yfirgaf fyritækið skömmu síðar. Árið 2000 þegar 5 nýir hluthafar bættust við var stofnað nýtt einkahlutafélag byggt á Vinnustofu arkitekta. Hlaut félagið nafnið VA arkitektar ehf. Frá og með áramótum 2003/2004 sameinuðu arkitektastofurnar Manfreð Vilhjálmson – Arkitektar ehf og VA arkitektar ehf krafta sína. Í dag eru eigendur VA ARKITEKTA; Heba Hertervig, Helena Björgvinsdóttir, Indro Candi, Jóhann Harðarson, Karl Magnús Karlsson, Magdalena Sigurðardóttir og Steinunn Halldórsdóttir.