MENNTUN
Arkitekt frá Technische Universtität Berlin, 1996.
Kennaranám í sjónlistum í Listaháskóla Íslands, 2009-2010
Ýmis námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar H.Í. og fleiri aðila.
STARFSFERILL
Stofnaði VA arkitekta ehf., 2000
Kennsla á Húsasmíða- og Listnámsbraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti samhliða arkitektastörfum hjá VA arkitektum , 2006-2009
Framkvæmdastjóri VA arkitekta, 2006-2009
Vinnustofa Arkitekta ehf., 1999 – 2000
Teiknistofa Gunnars Hanssonar, 1997 – 1999
Dr. Riedel und Partner, Berlín, 1996
HÖING Architekten, Berlin. Með námi, 1993-1994
STARFSSVIÐ – Skráður á lista Skipulagsstofnunar yfir skipulagsráðgjafa sem uppfylla skilyrði til gerðar skipulagsáætlana.
Mannvirkjahönnun sem aðalhönnuður, hönnunarstjóri og arkitekt ásamt útboðsgerð, eftirliti, samræmingu, innréttingahönnun, lóðarhönnun, ramma- og deiliskipulagsgerð, þáttaka í hönnunarsamkeppnum o.fl.
HELSTU VERKEFNI
2023-2024 Sóltún, hjúkrunarheimili. Reykjavík. Stækkun um 3600 m².
Verksvið: Aðalhönnuður.
2023 Gistiheimili. Reykjavík. Víðinesvegur 30. Stærð 1100 m². Breyta hjúkrunarheimili í gistiheimili með 30 gistirýmum.
Verksvið: Aðalhönnuður og hönnunarstjórn.
2023 Líkamsrækt. Mýrdalshreppur. Nýbygging. Stærð 700 m².
Verksvið: Aðalhönnuður, hönnunarstjórn og umsjón með BIM módeli.
2022-2024 Sundhöll Reykjavíkur. Barónstígur 41a. Endurgerð á innilaug og viðbygging fyrir stækkun tæknirýmis. Stærð 1400 m²
Verksvið: Deiliskipulagsgerð, aðalhönnuður, hönnunarstjórn og umsjón með BIM módeli.
2022. Skál. Sveitarfélagið Ölfus. Sérbýli; parhús. Stærð 400 m².
Verksvið: Aðalhönnuður, fullnaðarhönnun, hönnunarstjórn og umsjón með BIM módeli.
2022. Varmahlíð. Nýtt Deiliskipulag fyrir leikskóla, grunnskóla, sundlaug og menningarmiðstöð. Stærð skipulagssvæðis 5,6 ha.
Verksvið: Deiliskipulagsgerð.
2021-2022. Leikskólinn Mánaland. Mýrdalshreppur. Stærð 700 m².
Verksvið: Aðalhönnuður og hönnunarstjórn, útboðsgögn og umsjón með BIM módeli.
2021-2022. Sundhöll Reykjavíkur. Barónstígur 41a. Endurgerð búningsklefa kvenna.
Verksvið: Aðalhönnuður, hönnunarstjórn, útboðsgögn, umsjón með BIM módeli og BREEAM-vottun.
2021. Skipulag. Leiðarhöfði í Höfn í Hornarfirði. Samkeppnistillaga.
Verksvið: Hönnun
2021. Skipulag. Valdastaðir í Kjós. Samkeppnistillaga.
Verksvið: Hönnun
2019. Hótel Þeistareykir. Tillaga að hóteli.
Verksvið: Hönnun
2018-2022. Skrifstofubygging. Reykjavík. Hallgerðargata 13. Fjögurra til fimm hæða, skrifstofubygging, 6350 m2 að stærð ásamt bílakjallara fyrir bygginguna og fimm aðliggjandi lóðir. Unnið í samvinnu við dönsku arkitektastofuna SHL architechts.
Verksvið: Aðalhönnuður, hönnunarstjórn og umsjón með BIM módeli.
2018-2022. St. Jósepsspítali, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Endurgerð og breytt notkun, 2780 m2.
Spítalinn var tekin í notkun 1926 og var hönnuð af þáverandi Húsameistara ríkisins Guðjóni Samúelssyni.
Verksvið: Hönnun, aðalhönnuður, hönnunarstjórn, tillögugerðir og fl.
2019 – 2020. Hamranes. Hafnarfjörður. Rammaskipulag fyrir blandað íbúðarhverfi. Stærð 25 ha. Íbúðafjöldi um 1300.
Verksvið: Skipulagsgerð.
2018. Vesturvör 40-50. Kópavogur. Forhönnun á Sky Lagoon. Stærð 900 m²
Verksvið: Arkitekt.
2017. Suðurgata 40 og 44. Hafnarfjörður. Breyting á deiliskipulagi.
Verksvið: Deiliskipulagsgerð.
2016-2020. Fjölbýlishús Bjarkarholti 11-29 í Mosfellsbæ. Þrjú fjölbýlisshús, 2004 m2, 4376 m2 og 13930 m2 að stærð auk bílageymslu.
Verksvið: Hönnun, aðalhönnuður, hönnunarstjórn, tillögugerðir og fl.
2020-2021. Varmahlíðarskóli. Breyting á núverandi grunnskóla og hönnun á viðbyggingu fyrir leikskóla. Stærð 2900 m².
Verksvið: Arkitekt.
2013-2020, Sundhöll Reykjavíkur, Barónstígur 41. Samkeppni um viðbyggingu sem innihélt m.a. nýja útilaug, -svæði, potta og búningsklefa ásamt endurbótum á eldri byggingunni sem er friðuð. Stærð 2.661 m2. Sundhöllin var tekin í notkun 1937 og var hönnuð af þáverandi Húsameistara ríkisins Guðjóni Samúelssyni. Fyrsta bygging Reykjavíkurborgar sem fær BREEAM- umhverfisvottun.
Verksvið: Hönnunarstjórn, hönnun, séruppdrættir, deiliteikningar, kostnaðaráætlanir, verklýsingar ofl.
2013, Þrymissalir 18, Kópavogur. Einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Stærð 340 m².
Verksvið: Fullnaðarhönnun, aðalhönnuður.
2013, Halla-, hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells. Deiliskipulag fyrsta áfanga hverfisins skv. rammaskipulagi frá 2002.
Verksvið: Deiliskipulagsgerð, greinargerð, uppdrættir, skilmálar, skýringarmyndir og fl.
2012, Tjaldmiðstöð Laugardal. Þjónustubygging sem hýsir m.a.afgreiðslu, eldunaraðstöðu og borðsal fyrir gesti tjaldsvæðisins. Stærð 235 m².
Verksvið: Deiliskipulagsgerð, hönnun , aðalhönnuður, útboðsgögn, allir uppdrættir og fl.
2012-2013, Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stækkun aðalbyggingarinnar til austurs með nýju brottfarar- og aðkomuhliði á tveimur hæðum með tilheyrandi biðsvæðum og aðgengi fyrir farþega. Stærð um 3000 m².
Verksvið: Hönnun, aðalhönnuður, samræming, útboðsgögn, kostnaðaráætlanir o.fl.
2009-2010, Naustaskóli á Akureyri. Nýr grunnskóli á tveimur hæðum ásamt íþróttahúsi. Stærð 6265 m2.
Verksvið: Deiliskipulagsgerð, arkitekt: gerð sérteikninga og fl.
2008, Íbúðarhús við Hafravelli 2, Hafnarfirði. Einbýlishús á einni hæð auk kjallara og innbyggðum bílskúr. Stærð 298 m².
Verksvið: Hönnun, aðalhönnuður og fl.
2008, Íbúðarhús við Brekkuás 10, Reykjavík. Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Stærð 303 m²
Verksvið: Hönnun, aðalhönnuður og fl.
2008, Íbúðarhús við Hnoðravelli, Hafnarfirði. Fjögurra íbúða raðhús. Óbyggt.
Verksvið: Hönnun, aðalhönnuður og fl.
2006, Sóltún 8-18, Reykjavík. Fjögurra íbúða raðhús. Óbyggt.
Verksvið: Hönnun, aðalhönnuður og fl.
2005-2010. Cults Academy. Framhaldsskóli í Aberdeen Skotlandi. Stærð 18700 m2.
Verksvið: Arkitekt.
2005-2010. Manor Park Primary. Grunnskóli í Aberdeen Skotlandi. Stærð 3656 m2.
Verksvið: Arkitekt.
2005, Ingunnarskóli, grunnskóli í Reykjavík.
Verksvið: Aðalhönnuður ofl.
2004-2009. Heathryburn Primary. Gunnskóli í Aberdeen Skotlandi. Stærð 3516 m2.
Verksvið: Arkitekt.
2004. Mýrargata og Slippasvæði, deiliskipulag í Reykjavík.
Verksvið: Deiliskipulagsgerð, Greinargerð, skilmálar, uppdrættir og skýringamyndir.
2000-2006, Deiliskipulag Múlahverfis, Reykjavík. Deiliskipulagsgerð fyrir Múlahverfið sem skipt var upp í fimm svæði sem eru samtals um 33,4 Ha að stærð. Svæði sem afmarkast af Suðurlandsbraut, Hallarmúla, Ármúla og Vegmúla, nær yfir 12 lóðir og er 6,2 Ha. að stærð. Svæði sem Afmarkast af Lágmúla, Háaleitisbraut, Ármúla og Hallarmúla, nær yfir 6 lóðir og er 3,8 Ha. að stærð. Svæði sem afmarkast af Vegmúla, Suðurlandsbraut og Ármúla, nær yfir 13 lóðir og er 5,4 Ha. að stærð. Svæði sem afmarkast af Grensásvegi, Suðurlandsbraut og Ármúla, nær yfir 3 lóðir og er 4,0 Ha. að stærð.
Tillaga að breyttu og endurskoðuðu skipulagi: Svæði sem afmarkast af Fellsmúla, Grensásvegi, Ármúla og göngustíg samhliða og aftan við lóðirnar við Síðumúla, nær yfir 46 lóðir og er um 14 Ha. að stærð.
Verksvið: Deiliskipulagsgerð: Greinargerðir, skilmálar, skipulagsuppdrættir og skýringarmyndir.
2000-2005, Bjarnarflagsvirkjun í Mývatnssveit. Tillaga að gufuaflsvirkjun. Uppdrættir og skýringarmyndir.
Verksvið: Arkitekt.
2003, Valsárskóli, Svalbarðsströnd. Viðbygging við grunnskóla. Stærð um 600 m2.
Verksvið: Hönnun, aðalhönnuður, samræming, útboðsgögn, allir uppdrættir og fl.
2002, Lónsbraut 2, Hafnarfirði. Bygging fyrir léttan iðnað og þjónustu ásamt skrifstofum. Byggingin er úr stáli og er tveggja til 5 hæða. Á eftir að byggja 3 efstu hæðirnar. Núverandi stærð er því 1975 m².
Verksvið: Hönnun, aðalhönnuður, samræming og allir uppdrættir.
2002, Farfuglaheimili Sundlaugarvegi í Reykjavík. Stækkun um 1058 m². Endanleg heildarstærð 2036 m².
Verksvið: Hönnun, arkitekt, aðalteikningar, sér- og verkteikningar og fl.
2000-2002, Sóltún Hjúkrunarheimili, Reykjavík. Hjúkrunarheimili á þremur hæðum auk kjallara og bílageymslu. Stærð 6.852 m2.
Verksvið: Hönnun , arkitekt, aðalteikningar, sér- og verkteikningar og fl.
2000, Ármannsreitur, Reykjavík. Reykjavík. Deiliskipulag reits sem nær yfir lóðir Nr. 2-18 við Sóltún. Á reitnum er lóð fyrir hjúkrunarheimili með lóð fyrir mögulega stækkun, skólalóð og lóð Nr. 8-18 fyrir tvö fjölbýlishús.
Verksvið: deiliskipulagsgerð.
2000, Sultartangavirkjun
Verksvið: Hönnun, arkitekt, aðalteikningar, og fl.
ANNAÐ
Félagi í Arkitektafélagi Íslands frá 1996.
Skipulag og hönnun – sálfræðileg áhrif umhverfis og bygginga á líðan fólks. Endurmenntunarstofnun (EHÍ), 2021.
Framkvæmdastjóri VA 2006 – 2009.
Endurmenntunarstofnun (EHÍ). Kostnaðargreining á líftíma bygginga – LCC, 2018.
Verkfræðistofan Snertill, námskeið í Revit, 2014.
Kennsla á Húsasmíða- og Listnámsbraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti, 2009 –2015.
Kennaranám í sjónlistum í Listaháskóla Íslands, 2009-2010
Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Lykill að árangri, námskeið í verkefnastjórnun,
2007.
Ýmis námskeið í verkefnastjórnun, Revit, BIM og í Microstation.