2020 - Listasafn Ásmundar Sveinssonar – tengibygging og endurbætur innanhúss
Upphaflega byggði Ásmundur Sveinsson myndhöggvari fyrsta hluta húsins við Sigtún árið 1941 sem íbúðarhús og verkstæði. Eftir andlát hans var ákveðið að breyta því í listasafn og Manfreð Vilhjálmsson fengin til að hanna viðbót. Markmið hans var að raska sem minnst við þeirri heildarmynd sem Ásmundur hafði skapað. Lögun nýbyggingarinnar tekur þannig mið af upprunalegum húshlutum. Árið 2009 áttu Reykjavíkurborg og VA Arkitektar samvinnu um að mæla húsið upp og uppfæra teikningar.
Árið 2020 vorum við fengin til að hanna innréttingar fyrir safnbúðina og kynningarsvæðið ásamt því að hanna endurbætur á aðstöðu starfsmanna og gesta. Við hönnunina var leitast við að nýjar innréttingar falli vel að stórbrotnum verkum myndhöggvarans og þessari einstæðu byggingu.
Ljósmyndir Gunnar Sverrisson