1998-2007 - Bláa Lónið, heilsulind
Bláa Lónið Heilsulind hýsir heilsu- og ferðaþjónustu. Við hönnuninni heilsulindarinnar við Bláa Lónið var lögð sérstök áhersla á samspili nútímatækni og einstæðrar náttúru. Byggingin er lögð í hraunjaðar Illahrauns. Frá bifreiðastæði gesta að aðalinngangi hússins er gengið u.þ.b. tvöhundruð metra í hraungjá. Við tekur manngerður hraunveggur sem er leiðandi í gegnum forsal og veitingasal, sem endar í klettavegg . Hann tengir húsið ósnortinni hraunbrún sem umlykur baðlónið. Byggingin er reist í tveimur áföngum; í síðari áfanga eru fundar- og veitingasalir, verslun, skrifstofa auk bættrar þjónustu fyrir afþreyingu og slökun.
Hönnunarteymi fyrsta áfanga (1995-1998): Sigríður Sigþórsdóttir (aðalhönnuður), Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Edda Þórsdóttir, Richard Ólafur Briem, Sigurður Björgúlfsson, Steinunn Halldórsdóttir
Hönnunarteymi seinni áfanga (2005-2007): Sigríður Sigþórsdóttir (aðalhönnuður), Ingunn Lilliendahl, Maria Sjöfn Dupuis, Steinunn Halldórsdóttir
Verðlaun og viðurkenningar: Tilnefning til norrænu lýsingarverðlaunanna 2002, tilnefning til Mies van der Rohe verðlaunanna 2000, Verðlaun ferðamálaráðs 2000, Umhverfisverðlaun Reykjaness 2000, Menningarverðlaun DV 1999, boðið á Elec 2000 París.
Ljósmyndir Ragnar Th. Sigurðsson