2022 - Akur veitingahús
Akur Veitingahús er veitingastaður við hina nýju Austurhöfn í Reykjavík. Veitingahúsið er staðsett í nýbyggingu sem stendur við hafnarbakkann, með glæsilegt útsýni yfir gömlu höfnina.
Staðurinn er 250 m2 að stærð, með fullbúið framleiðslueldhús og tekur hann allt að 80 manns í sæti. Við hönnun Akurs var mikið lagt upp úr hlýleika í efnisvali, góðri hljóðvist og fallegri lýsingu. Þá kallast hönnunin á við áherslur matreiðslumeistarans í matargerðarlist Akurs, sem einkennist af norrænum grunni með klassísku frönsku ívafi.