Hlutverk VA arkitekta er að veita alla hefðbundna hönnun, ráðgjöf og verkefnastjórnun á sviði arkitektúrs og skipulags.
Gæðastefnan miðar að því að setja viðskiptavini í öndvegi og að veita framúrskarandi þjónustu.
VA ARKITEKTAR ehf. leita listrænna, félagslegra og tæknilegra lausna sem samræmast almennum hagsmunum samfélagsins og virðingu fyrir náttúrunni auk þess að uppfylla kröfur viðeigandi laga og reglugerða.
Fyrirtækið leitast við að hafa á að skipa úrvals starfsfólki á sviði byggingalistar, mannvirkjahönnunar og skipulags með því að veita markvissa þjálfun og endurmenntun.
Það er stefna fyrirtækisins að allir starfsmenn taki virkan þátt í stöðugum umbótum á starfsemi fyrirtækisins.
Gæðakerfi VA arkitekta hefur fengið vottun samkvæmt staðli ISO 9001.