2020 - Bjarkarholt 25-29
Bjarkarholt 25-29 er fjölbýlishús í Mosfellsbæ, eitt þriggja húsa sem mynda samfélag um sameiginlegan inngarð. Í húsinu eru 36 íbúðir, allt frá því að vera litlar 2 herbergja íbúðir upp í stórar 4 herbergja íbúðir. Gengið er inn í allar íbúðir frá þremur sameiginlegum stigahúsum. Aðgengi að inngarði er frá anddyri. Allar íbúðir hússins vísa að inngarði, þaðan nýtur útsýnis til Lágafells sem myndar heillandi umgjörð um garðinn. Lögð er áhersla á að íbúðir njóti birtu og útsýnis eins og best verður á kosið, og við hönnun þeirra var notagildi einstakra rýma haft að leiðarljósi. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum við Bjarkarholt, göturýmið fær þannig aðlaðandi yfirbragð byggðar í miðbæ. Bílastæði eru í bílakjallara og í inngarði þar sem lögð er áhersla á að staðsetning þeirra rýri ekki notagildi garðsins næst íbúðum.
Ljósmyndir: Karel Candi