Atvinnuhúsnæði

2021 - Brúarvirkjun

Brúarvirkjun er 9,9 MW rennslisvirkjun í eigu HS Orku sem framleiðir um 82,5 GW stundir á ári, og er í Tungufljóti ofan þjóðvegar að Gullfossi í landi Brúar. Aðalstífla liggur þvert yfir farveg Tungufljóts rétt ofan við ármót Stóru-Grjótár og þaðan er áin leidd í um 1700 metra löngum neðanjarðar aðrennslisgöngum að stöðvarhúsi.
Við hönnun stöðvarhússins var leitast við að fella það vel inn í landið, enda er það lítt áberandi frá aðkomunni að sunnan. Stöðvarhúsið er klætt að sunnaverðu með timbri sem vísar í náttúrulega nærumhverfið, og cortenstál sem vísar í mýrarruða og staðfestir hið tæknilega eðli mannvirkisins. Á þakinu er lynggróður. Að austanverðu eru gluggar þar sem horfa má ofan í vélarsalinn.


2020 -Hallgerðargata 13

Bygginging við Hallgerðargötu 13, Kirkjusandi er fjögurra til sex hæða skrifstofuhús. Markmið hönnunar er að skapa heildastæða og aðlaðandi götumynd við Sæbraut og að nærliggjandi byggðum. Hönnun hússins er samstarfsverkefni VA arkitekta og dönsku arkitektastofunni Schmidt/Hammer/Lassen.


2018 - Íslenska Auglýsingastofan

Nýjar skrifstofur innréttaðar í 730 m2 húsnæði á 3 hæðum frá árinu 1930 að Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Áhersla var lögð á að innrétta húsnæðið að þörfum starfsmanna í takt við umgjörð hússins sem áður var verslunar- og iðnaðarhúsnæði. Komið var fyrir nýjum steyptum stiga milli hæða sem tengir saman opið vinnurými starfsmanna við kaffistofu og fundarrými.

Ljósmyndari Gunnar Sverrisson


2018 - Búrfellsvirkjun

Stækkun Búrfellsvirkjunnar í Þjórsá í Gnjúpverjahreppi er að mestu neðanjarðar. Stöðvarhúsið er staðsett í Sámastaðarklifi með aðkomu um jarðgöng.


2016 - Þjálfunarsetur Icelandair í Hafnarfirði

4000 m2 nýbygging fyrir Icelandair í Hafnarfirði á þrem hæðum sem hýsir kennslustofur, æfingasal og skrifstofur fyrirtækisins. Við hönnun húsnæðisins var leitast við að búa til hlýlega tímalausa umgjörð þar sem grófleiki sjónsteypunnar mætir fínlegum frágangi innréttinga.

Ljósmyndir Gunnar Sverrisson


2016 - Hafnarbyggingar Sikuki í Nuuk á Grænlandi

Verkið allt er um 5500 m2 og er hluti af byggingu stórskipahafnar í Nuuk.


2014 - Tjaldmiðstöð í Laugardal

Tjaldmiðstöðin í laugardal var upphaflega hönnuð af Manfreð Vilhjálmsyni 1987-1989. Árið 2014 var hönnuð 200 m2 stækkun undir merkjum VA Arkitekta ehf.

Þjónustubyggingin stendur við tjaldstæðið í Laugardal, og fellur inn í græna umhverfi dalsins. Grasflái umlykur húsið. Upp úr honum standa lágrestar burstir. Þannig minnir byggingin í senn á torfbæ eða þyrpingu tjalda í náttúru.


2013 - Loft Hostel

Farfuglaheimilið Loft í Bankastræti hefur hlotið viðurkenningu alþjóðasamtaka Farfuglaheimila besta Farfuglaheimili í heimi árið 2014, að mati gesta heimilisins.


2009 - Sultartangastöð

Sultartangastöð var gagnsett 1999. Sultartangastífla er lengsta stífla á Íslandi, 6,1 km að lengd. Aðrennslisgöng liggja úr lóninu í gegnum Sandafell að jöfnunarþró suðvestan í fellinu. Við enda þróarinnar er inntak og þaðan liggja tvær stálpípur að hverflum í stöðvarhúsinu. Frárennslisskurður sem er rúmir sjö kílómetrar að lengd liggur frá stöðvarhúsinu í rótum Sandafells og fylgir Þjórsá langleiðina að veitustíflu Búrfellsstöðvar þar sem hann liggur út í farveg Þjórsár.


2007 - Centerhotel Arnarhvoll

Stækkun og endurnýjun á Hóteli í miðbæ Reykjavíkur. 2006 keyptu Center hotels 3 hæða byggingu og plönuðu að stækka hana í 104 herbergja hótel með því að byggja við hana 5 hæðir. Hótelið er hannað og innréttað undir áhrifum sem einkenna bygginguna sem fyrir var.

CenterHotel Arnarhvoll er hannað í norrænum stíl með áherslu á stílhreint, fágað og í senn glæsilegt umhverfi.

Stærð byggingarinnar er 3200 m2, og það var tekið í notkun 2007.


2006-2013 - Landsnet, Gylfaflöt

Aðlögun starfsemi Landsnets í nýjar höfuðstöðvar. Breytingar á húsnæði Gylfaflatar 9, takmarkaðar breytingar utanhúss en verulegar breytingar og endurnýjun innanhúss. Landsnet er 100 manna vinnustaður í stöðugri þróun þar sem húsnæðið hefur verið aðlagað breyttum þörfum á 6 ára tímabili.

Stærð húsnæðisins er 4770 m2, og það var tekið í notkun 2009.

Ljósmyndir: Gunnar Sverrisson


2005-2012 - Flugstöðin í Keflavík

Viðbygging og endurgerð eldri byggingar. Lægri hluti byggingarinnar sem inniheldur farangursafgreiðsluna er lokað box sem virkar sem grunnur fyrir efri hluta hennar. Efri hlutinn inniheldur þjónustu fyrir farþega og er bjartur og opinn með mikilli dagsbirtu og útsýni út á flugbrautir. Hreyfing í formum og gegnsæi eru stemmningsmótandi í flugstöðinni.

Verkið var unnið í áföngum á tímabilinu 2005-2012. Heildarstærð bygginganna er um 20.000 m2. Samstarfsaðili var TGH (Teiknistofa Garðars Halldórssonar).


2005 - Hótel Reykjvík Centrum

Hótel Reykjavík Centrum er í hjarta borgarinnar, byggt á gömlum grunni – í bókstaflegri merkingu. Hótelið er staðsett í nýuppgerðri gamalli byggingu, en elsti hluti hússins var byggður árið 1764. Beggja megin við hótelið og fyrir aftan það eru nýbyggingar sem gerðar eru eftir sögufrægum reykvískum húsum. Hótelið er í öllum þremur byggingunum og tengibyggingu og er útlit hótelsins sótt til byggingarlistar Reykjavíkur upp úr aldamótunum 1900.

Samstarfsaðilar voru Argos arkitektar.

Hótelið er um 5000 m2 að stærð, og það var tekið í notkun 2005.