Aðkoma að Búrfellsstöð II tilnefnd til Steinsteypuverðlauna 2019

Stöðvarhús virkjunarinnar er staðsett neðanjarðar og því má segja að aðkoma stöðvarinnar sé um leið inngangur inn í heilt fjall. Við mótun stoðveggjanna var þess vegna leitast eftir að draga fram þá upplifun sem felur í sér að hverfa inn í fjall; í landslagi staðarins birtast vegfarendum lágir veggir sem hækka þegar komið er nær aðkomumunnanum og hverfa loks inn í fjallið með sínu mjúka og bogalaga formi.

Við hönnun stoðveggjanna var ákveðið í sámráði við Landsvirkjun að reisa þá úr vistvænni steypu sem er nýlunda hér á landi. Um er að ræða nokkurs konar rannsóknarverkefni þar sem kannað verður hvernig steypunni reiðir af í íslenskri veðráttu.

Verkefnið var hannað í samstarfi við Verkís og Landark en vistvæna steypan var þróuð í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  

Nánar má sjá um tilnefningu til verðlaunnanna á heimasíðu Steinsteypufélags Íslands: http://www.steinsteypufelag.is/freacutettir